Þú ert hér

Um okkur

Beiðni um styrk

Á hverju ári styrkir Lyf & heilsa fjölda samtaka og málefna. Það gerum við vegna þess að okkur langar til að styðja þau fjölmörgu góðu málefni sem þarfnast stuðnings. Það er hins vegar ljóst að við getum ekki styrkt allt. 

Stefna Lyfja & heilsu er að styrkja fyrst og fremst málefni sem tengjast:

  • Sjúklingasamtökum 
  • Hópum sem minna mega sín í samfélaginu 

Allar styrktarbeiðnir eru teknar fyrir á fundum sem haldnir eru á tveggja vikna fresti og verður svarað með tölvupósti eigi síðar en tveim vikum eftir að erindi berst. Þetta fyrirkomulag krefst agaðra vinnubragða af beggja hálfu en verður ekki vikið frá. Ef skilafrestur á styrk er styttri en tvær vikur þá bendum við viðkomandi á að hafa fyrr samband næst.

Þar sem styrktarmálefni eru mörg er ekki sjálfkrafa hægt að búast við styrk á hvert umbeðið skipti þó svo málefni hafi verið styrkt áður. 

Styrktarbeiðnir sendist á netfangið: styrkur@lyfogheilsa.is


Apótekin okkar


Breyta letri

Byggir á Summit vefstýrikerfinu frá IGM ehf. www.igm.is