
Hreinlætisvörur
Kvenvörur
Multi Gyn Kompresser 12stk
Multi-Gyn kompresser eru innlegg í nærbuxurnar sem meðhöndla óþægindi á kynfæra- og klofsvæði s.s ertingu, útbrot, strekkt húð, minniháttar sár, sprungur og gyllinæð.
3.798 kr.
Vöruupplýsingar
Multi-Gyn kompresser eru innlegg í nærbuxurnar sem meðhöndla óþægindi á kynfæra- og klofsvæði s.s ertingu, útbrot, strekkt húð, minniháttar sár, sprungur og gyllinæð. Varan inniheldur eingöngu náttúruleg innihaldsefni. Þess vegna eru kompressurnar sérstaklega hentugar til að draga úr óþægindum á meðgöngu og eftir fæðingu.
- Hafa bein róandi áhrif á óþægindi á ytra klofsvæði
- Tilvalið til notkunar á meðgöngu og eftir fæðingu
- Draga úr bólgu og kemur í veg fyrir sýkingar
- Styðja við náttúrulegan gróanda húðarinnar
Pakkinn inniheldur 12 kompressur, hver gegndreypt með 1,8 g af lífvirku geli.
Notkun
Leiðbeiningar: Opnaðu pokann og flettu kompressunni út. Leggðu gelhlið kompressunnar á viðkomandi svæði og láttu hana hvíla þar eins lengi og þörf krefur, en í það minnsta 10 mínútur. Endurtakið meðferðina að minnsta kosti tvisvar sinnum á dag þar til einkenni hafa minnkað. Kompressurnar eru einnota og skal henda þeim eftir notkun. Ekki skal nota kompressurnar lengur en 30 daga í senn. Einungis til notkunar útvortis. Leita skal til læknis ef einkenni eru viðvarandi.
Innihaldslýsing
2QR-efnasamband: inniheldur einkaleyfisvarða efnasambandið 2QR sem unnið er úr Aloe Barbadensis plöntunni. Það hlutleysir, kemur í veg fyrir viðloðun og hamlar vöxt skaðlegra baktería á öruggan og náttúrulegan hátt. Einnig styður 2QR við náttúrulegan sáragróanda