Hoppa yfir valmynd
Barnavörur

Bleyjur og blautþurrkur

Dr.Fischer Messy Mouth Klístur og Snudduklútar

Handhægar blautþurrkur sem hreinsa á öruggan hátt hluti sem börn setja í munninn þegar þið eruð á ferðinni! Hreinlæti fyrir klístraðar litlar hendur.

698 kr.

Vöruupplýsingar

Þú getur ekki stöðvað barnið í að naga, sleikja og slefa á hluti en þú getur notað Messy Mouth blautþurrkurnar til þess að tryggja að snuð, nagdót, stútkönnur, munnar og fingur séu hrein þegar þið eruð á ferðinni. Messy Mouth blautþurrkurnar eru í handhægum og endurlokanlegum umbúðum sem gerir það að verkum að þurrkurnar haldast blautar í pakkanum lengur. Formúlan í þurrkunum inniheldur aloa vera vatn og appelsínublóm sem gerir þær bæði mildar og rakagefandi. Í þurrkunum eru aðeins hráefni úr matvælaflokki og hreinsað vatn sem tryggir að þær eru öruggar í notkun.

40 þurrkur í hverri pakkningu

Innihaldslýsing

aqua, glycerin, sodium levulinate, levulinic acid, potassium sorbate, aloe barbadensis leaf juice, citrus aurantium, amara peel extract, maltodextrin, sodium citrate, citric acid.