Mælingar

Með því að vera meðvituð um starfsemi líkamans og bera ábyrgð á heilsu okkar getum við oft á tíðum gripið inní og komið í veg fyrir þróun sjúkdóma. 

Lyf & heilsa leggur sérstaka áherslu á forvarnir í átt að betri heilsu. Við bjóðum upp á þrenns konar mælingar, blóðþrýstings-, blóðfitu- og blóðsykursmælingar sem geta gefið vísbendingar um líkamsástand þitt til framtíðar.

Ekki bíða lengur, komdu reglulega í mælingar og fylgstu með heilsu þinni. Sérfræðingar í apótekum Lyfja og heilsu taka vel á móti þér. 

BS - Blóðsykursmæling
BÞ - Blóðþrýstingsmæling
BF - Blóðfitumæling

Lyfjaskömmtun

Ef þú tekur lyf að staðaldri þá er SA lyfjaskömmtun fyrir þig.

Kynntu þér lyfjaskömmtun í næsta apóteki Lyfja & heilsu eða með því að hringja í SA lyfjaskömmtun í síma 544 2323. 

Lyfjaskömmtun eykur öryggi og þægindi.

Lyfin heim

Apótekarinn Skipholti býður uppá póstverslun sem mun þjónusta viðskiptavinum Lyfja og heilsu.
Póstverslunin er opin virka daga frá kl. 9 - 17. 
Sími póstverslunarinnar 512 4080 og tölvupóstur

LYFINHEIM@LYFINHEIM.IS

Gagnlegar upplýsingar um póstsendingu lyfja

Til þess að fá lyfseðilsskyld lyf afgreidd í póstverslun verður póstversluninni að berast frumrit lyfseðla. Þetta getur verið venjubundinn lyfseðill sendur í pósti eða rafrænn lyfseðill frá lækni.  

Áður en lyf eru afgreidd í póstversluninni þurfa viðskiptavinir að hafa samband með tölvupósti eða síma og kanna hvort lyfseðill hafi borist. Eftir að lyfseðill hefur borist ásamt því að óskað hafi verið eftir því að fá seðlana afgreidda í póstverslun er hægt að afgreiða þá út til viðskiptavina. 

Lyfin þarf að senda í ábyrgðarpósti og má einungis afhenda þeim sem þau eru stíluð á. Kostnaðurinn við póstsendinguna ásamt umbúðagjaldi greiðist af viðtakanda.

Ekki má póstsenda eftirritunarskyld lyf sem eru þau lyf sem geta haft í för með sér sérstaka hættu á misnotkun. Einnig munu lyf sem þarf að geyma í kæli ekki verða póstsend.