Hoppa yfir valmynd
Hjúkrunarvörur

Mælar

PIC Snertilaus hitamælir infra rauður

10.998 kr.

Vöruupplýsingar

Þessi hitamælir notar innrauða tækni og tekur hitastig á nokkrum sekúndum með því að mæla hita sem myndast af yfirborðshúð á enni eða öðrum hlutum. Varan er í samræmi við ákvæði EB tilskipunar MDD(93/42/EEC).

  1. Hægt er að mæla bæði hitastig á yfirborði húðar og yfirborði hluta.
  2. Næturstilling: Skiptu yfir í næturstillingu til að draga úr truflunum frá hljóði á meðan barnið þitt sefur.
  3. Rautt LED ljós fyrir hitaviðvörun. Þetta tæki er með LED ljósi til að minna notandann á að mælingar þeirra séu yfir 38°C og auk píps ef mælirinn gefur til kynna að einstaklingur er með hita.
  4. 30 notenda minni
  5. Upplýstur skjár.
  6. Hægt að fá mælingar í °C og °F.
  7. Einnar sekúndu lestur
  8. Mælirinn slekkur á sér sjálfur ef hann er ekki í notkun.
  9. Lætur vita þegar rafhlaðan er að verða búin.
  10. Stór LCD skjár.
  11. Fallegt útlit og þæginlegur í notkun.
Notkun

Þrýstið á mælitakka til að kveikja á mælinum. ,,00“ birtist á skjáinn þegar mælirinn er tilbúinn til þess að mæla hitastig og mælirinn pípir tvisvar sinnum. Þegar hitastig er tekið á einstaklingi, athugið hvort mælirinn sé ekki örugglega stilltur á ,,fyrir manneskju“ (Human mode). Haldið mælinum u.þ.b. 3cm frá enninu áður en mælt er. Reynið að hafa mælinn stöðugan þegar mæling á sér stað. Til að mæla hitastig, þrýstið á mælihnappinn og sleppið síðan. Þegar stutt píp hefur heyrst, þá er mælingin búin og á að vera hægt að lesa hitastig af skjá. Eftir u.þ.b. 30 sekúndur eftir að mælirinn hefur verið ósnertur eftir notkun, slekkur hann á sér sjálfkrafa.