
Hjúkrunarvörur
Háls, nef og eyru
Nozoil Eukalyptus 10ml
Nozoil® Eukalyptus nefúðinn vinnur gegn þurri nefslímhúð t.d vegna ofnæmis.Olían smyr og mýkir upp slímhúð nefsins og fyrirbyggir vandamál eins og sprungur, kláða og ertingu
3.298 kr.
Vöruupplýsingar
Nozoil er einstök sænsk vara sem er unnin úr 100 prósent náttúrulegri hreinni sesamolíu. Olían gefur raka, smyr og mýkir þurra og erta slímhúð í nefinu. Að auki myndar olían filmu sem verndar gegn kvefveirum og ofnæmisvökum.
Sesamolía er jurtaolía sem inniheldur mikið af E-vítamíni. E-vítamín er andoxunarefni sem verndar frumuveggi gegn skemmdum af völdum sindurefna, svo sem ósoni og köfnunarefnisdíoxíði, sem eru gjarnan til staðar í þurru og menguðu lofti. Nozoil inniheldur engin rotvarnarefni og skemmir ekki bifhárin í nefinu. Nozoil inniheldur engin prótein sem gætu valdið ofnæmi. Flaskan er sérhönnuð þannig að hún kemst langt inn í nösina og getur úðinn því virkað, eins og segir, þar sem mest er þörf á.
Nozoil® Eukalyptus nefúðinn vinnur gegn þurri nefslímhúð t.d vegna ofnæmis.Olían smyr og mýkir upp slímhúð nefsins og fyrirbyggir vandamál eins og sprungur, kláða og ertingu Nozoil Eukalyptus dregur úr ofnæmiseinkennum, smyr slímhúð nefsins og myndar himnu sem verndar gegn ofnæmisvökum. Nozoil inniheldur sesamolíu sem verkar með fyrirbyggjandi hætti og verndar gegn ertingu í nefi, þurrk í nefslímhúð og kláða, Nefúðinn verndar einnig gegn aukaverkunum kortisón nefúða, svo sem ertingu, brennandi tilfinningu og blóðnasir. Ef þú ert að meðhöndla ofnæmi með kortisón nefúða, notaðu einnig Nozoil um það bil 10 mínútum eftir meðferð til að draga úr óþægindum.
Notkun
Úðið 1-3 sinnum í hvora nös, þrisvar sinnum á dag.
Fyrir börn 12 ára og eldri og fullorðna. Bestu áhrifin nást við 10 daga notkun.
Innihaldslýsing
Sesamolía, Eucalyptus