
Vöruupplýsingar
ColdZyme® munnúði verkar gegn orsökum kvefs, þ.e.a.s sjálfri kvefveirunni. Munnúðinn er auðveldur í notkun og verkar strax með því að mynda varnarhjúp og dregur þannig úr hættu á kvefi og getur stytt sjúkdómsferlið ef hann er notaður á frumstigi smits. ColdZyme® munnúði er notaður í munnhol og kok þar sem kvefveiran tekur sér bólfestu og fjölgar sér. ColdZyme® munnúði myndar varnarhjúp yfir slímhimnuna. Vörnin verkar fyrir tilstilli osmósu á kvefveirur, fangar þær og kemur í veg fyrir að þær sýki frumur og hjálpar þannig líkamanum við að losa sig við þær á náttúrulegan hátt.
Notkun
Svona notar þú ColdZyme ® við kvefeinkennum: Beinið stútnum að kokinu og úðið tvisvar. Notið ColdZyme á 2-3 tíma fresti, u.þ.b. sex sinnum á dag. Notist meðan kveftímabilið stendur yfir. Hafið samband við lækni ef kvefeinkenni vara lengur en 10 daga. Fyrirbyggjandi notkun: Notið tvo úðaskammta þrisvar sinnum á dag, þó ekki lendur en 30 daga í senn. Haldið meðferð áfram þar til einkenni eru horfin.
Innihaldslýsing
ColdZime inniheldur lausn sem inniheldur glýseról, vatn, náttúrulegt ensím – trypsín úr þorski, etanól (<1 %), kalsíumklóríð, trómetamól og mentól. Lausnin er sykurlaus og inniheldur engin rotvarnarefni, glúten eða mjólkursykur.