
Vöruupplýsingar
Daglinsur með alginic sýru sem er náttúrulega rakagefandi. Linsurnar eru úr efni sem ver augun fyrir UV geislum sólar.
Linsurnar innihalda Zwitterionic efni (tvíhlaðin sameind) „SIB“ sem hefur þá eiginleika að viðhalda vökva í linsunum ásamt því halda þeim hreinum og tærum lengur.
Linsan er extra þunn 0,07 mm og í þessu efni þá fær augað nóg af súrefni.
Með þessum eiginleikum þá helst náttúrulegi rakinn lengur í augunum, við verðum minna vör við þurrk og þægindin verða miklu meiri.
Daufbláar til að sjá betur í vökva.
Innihaldslýsing
Dauðhreinsaðar mjúkar snertilinsur, eins dags, 58% vatn í jafnþrýstinni bórsýrustilltri saltlausn með Pólóxamer 407 og algínsýru