
Hjúkrunarvörur
Mælar
PIC Blóðþrýstingsmælir Easy Rapid
Sjálfvirkur stafrænn mælir sem hentar vel fyrir heimilið. Mælir blóðþrýsting og hjartslátt nákvæmlega.
11.598 kr.
Vöruupplýsingar
Regluleg notkun á blóðþrýstingsmælum gefur þér færi á að fylgjast stöðugt með blóðþrýstingnum þínum. Það ætti þó ekki að koma í stað þess að sækja reglulega til fagaðila eða læknis ef saga er um óeðlilegan blóðþrýsting. Við mælum með því að þú heimsækir lækninn þinn reglulega til almennrar athugunar og ítarlegri upplýsingar um blóðþrýsting þinn.
Hagnýtar upplýsingar:
- Ekki mæla blóðþrýsting beint eftir að hafa borðað stóra máltíð.
- Til að fá sem nákvæmasta mælingu er gott að bíða 1 klukkustund eftir máltíð áður en blóðþrýstingur er mældur.
- Ekki reykja, drekka te, kaffi eða áfenga drykki áður en blóðþrýstingur er mældur.
- Ekki mæla blóðþrýsting beint eftir bað, bíddu a.m.k. í 20 mínútur eftir að þú komir úr baðinu.
- Ekki vera líkamlega þreyttur þegar blóðþrýstingur er mældur.
- Mikilvægt er að vera afslappaður á meðan blóðþrýstingur er mældur.
- Fyrir ítarlegri upplýsingar mælum við með að skoða leiðbeiningar sem fylgja með mælinum á ensku.
Notkun
Það skiptir ekki máli á hvorri höndinni mæling á sér stað, en það getur verið örlítið misræmi í mælingum eftir því hvort hægri eða vinstir höndin er mæld. Því ráðleggjum við að mæla alltaf sömu höndina þegar blóðþrýstingur er mældur.
- Opnið lokið undir mælinum og setjið batteríin í mælinn: 4 batterí 1,5V AAA-; 6 V DC. Því næst er lokið sett aftur á.
- Stillið klukkuna á mælinum á réttan tíma þannig hægt sé að skoða hverja mælingu fyrir sig í tímaröð þegar mælingin er vistuð í minnið á mælinum (Year/ártal: 2015-2050, time/tími 12klst / 24 klst). Í stillingum skal nota ,,MEM“ takkann til þess að breyta um gildi og ,,SET“ takkann til þess að staðfesta aðgerð.
- Stillið ártalið: Halið takkanum ,,SET“ inni í 3 sekúndur á meðan slökkt er á mælinum, þá birtist ártal neðst til hægri á skjánum. Veljið rétt ártal með því að ýta á ,,MEM“ takkann. Ýtið svo á ,,SET“ takkann til að staðfesta. Í framhaldi af því veljið mánuð og mánaðardag og því næst stillið þið klukku.
- Eftir að hafa stillt mælinn á rétt ártal, mánuð og klukku kemur merkið ,,Done“ á skjáinn.
- Því næst tengið þið hulsuna við mælinn. Athugið að hulsan fer í tengið vinstramegin á mælinum.
- Nú er komið að því að setja hulsuna yfir handlegginn þannig að snúran liggi að lófa:
- Stillið hulsuna þannig að hún fari yfir upphandlegg og liggi 2-3 cm yfir olnboga. Því næst er hulsan þrengd með því að toga í endann og festa með frönskum rennilás. Mikilvægt er að þrengja ekki of mikið og ekki of lítið.
- Leggið höndina á borð þannig hulsan er í sömu hæð og hjartað.
- Því næst er blóðþrýstingur mældur með því að ýta á ,,START / STOP“ takkann.