Hoppa yfir valmynd
Hjúkrunarvörur

Próf

SURESIGN Hraðpróf á Járnskorti í blóði

Suresign ferritin sjálfspróf til ákvörðunar á járnskorti (Suresign Iron Deficiency Ferritin Test Cassette

2.598 kr.

Vöruupplýsingar

Suresign ferritin sjálfspróf til ákvörðunar á járnskorti (Suresign Iron Deficiency Ferritin Test Cassette) er hraðvirkt próf til þáttagreiningar á ferritíni í blóði úr fingri vegna blóðleysis af völdum járnskorts.

Notkun

1.Þvoið hendur með sápu og skolið með volgu vatni. 2.Látið pokann ná stofuhita áður en hann er opnaður. Opnaðu álpokann og fjarlægðu prófspjaldið. 3.Fjarlægðu varlega lokið af nálinni og fargið. 4.Notaðu meðfylgjandi alkóhólþurrku til þess að þurrka af stungustað á fingurgómi löngutangar eða baugfingurs. Látið þorna. 5.Ýtið nálinni þar sem lokið var tekið af á fingurgóminn. Oddurinn dregst inn sjálfkrafa eftir notkun. 6. Haldið hendinni niðri og nuddið enda fingursins sem var stungið í, án þess að koma við stungustaðinn,til þess að ná fram blóðdropa. 7. Látið dropateljarann snerta blóðdropann án þess að kreista hann. Blóðdropinn dregst inn í enda dropateljarans að línunni sem merkt er á hann. Ef blóðið nær ekki að línunni má nudda fingurinn meira til þess að ná fram meira blóði. Forðist loftbólur eins og mögulegt er. 8.Setjið blóðið sem var safnað í sýnahólfið á prófspjaldinu með því að kreista dropateljarann. 9.Bíðið þar til blóðið hefur dregist alveg inn í sýnahólfið. Losið lokið á glasinu sem inniheldur bufferinn og bætið 1 dropa af buffer í sýnahólfið á prófspjaldinu. 10.Bíðið þar til litaða línan/línurnar birtast. Lesið niðurstöður eftir 5 mín. Ekki skal lesa niðurstöður eftir meira en 10 mín.