Húðvörur
Húðvandamál
Pharmaceris R Rosalgin Active+Gel f. rósroða 30ml
Pharma R Rosalgin Active+ gel gegn rósroða fyrir andlit
2.698 kr.
Vöruupplýsingar
Gel sem vinnur gegn einkennum rósroða á borð við rauða húð, bólum og sýkingar. Inniheldur virk efni sem veita raka og hjálpa til við að koma jafnvægi á fituframleiðslu. Gelið mýkir húðina, dregur úr bólum og sýkingum og spornar gegn því að sýking breiðist út. Gelið dregur úr bólgu og roða og óþægindum af einkennum rósroða um leið og það veitir raka. Það hefur róandi áhrif og dregur úr ójöfnum. Það bætir blóðrás húðarinnar, ástand hennar og lit.
R- línan frá Pharmaceris: R – Rósroði (rosacea) Þessi lína hjálpar til við að meðhöndla rósroða (rosacea). Rósroði er húðsjúkdómur sem veldur roða og bólgum. Þessi lína inniheldur engin ilmefni eða önnur efni sem erta húðina. Hún er sefandi og veitir raka þannig að húðin verður minna rauð. Þessi lína hjálpar einnig til við að koma í veg fyrir sýkingar í húðinni. Rósroði veldur því að húðin verður mislit og rauð.
Notkun
Hreinsið húðina með R hreinsigeli og berið gelið á andlitið. Notið kvölds og morgna undir dag eða næturkrem. Gelið hentar vel sem farðaundirlag. Notist þegar einkenni rósroða blossa upp. Dregur úr roða og sýkingu.
Innihaldslýsing
Azeloglycine - Veitir raka og hjálpar til við að koma jafnvægi á fituframleiðslu. Mýkir, dregur úr bólum og sýkingum og spornar gegn því að sýking breiðist út. AgascalmTM - Það dregur úr æðavíkkun og minnkar áhrif álags á húðina. Dregur úr bólgu og roða og óþægindum af einkennum rósroða um leið og það veitir raka. (Skrásett vörumerki AgascalmTM er í eigu Provital). Centella þykkni - Hefur róandi áhrif, dregur úr sýnileika sára vegna bóla. Witch hazel water - Bætir blóðrás húðarinnar, ástand hennar og lit.