
Húðvörur
Andlitshreinsun
Pharmaceris Capillaries Strengthening Toner 200ml
N-Puri Capilique andlitsvatn fyrir húð með háræðaslit eða roða. Jafnar pH gildi og hreinsar leifar af farða af húðinni. Má nota á augu. Án parabena og alkóhóls.
1.898 kr.
Vöruupplýsingar
N línan hjálpar til við að styrkja háræðanet húðarinnar og vernda hana gegn háræðasliti. Veðurfarið á Íslandi er oft erfitt fyrir húðina. Það getur valdið háræðasliti þegar húðin verður í sífellu fyrir veðrabreytingum. Háræðaslit veldur því að húðin verður rauð og veðurbarin. Þessi húðlína minnkar roða í húðinni og verndar hana gegn áreiti. Varan inniheldur einstök vítamín sem gera húðina bjartari, auka teygjanleika hennar og jafna húðlitinn.
Notkun
Byrjið á því að hreinsa húðina með Hreinsivatni, hreinsigeli eða hreinsifroðu úr N línunni. Setjið þarnæst hæfilegt magn af andlitsvatni í bómull og strjúkið húðina varlega. Berið krem á húðina. Notist daglega kvölds og morgna.
Innihaldslýsing
Acerola extract – Andoxunarefni sem verndar húðina gegn skaðlegum umhverfisáhrifum. Styrkir háræðanetið og örvar nýmyndun frumna um leið og það dregur úr roða í húðinni.D-panthenol – hefur sefandi og róandi áhrif og byggir upp mótstöðu húðarinnar þannig að hún verður minna viðkvæm.Glucam® – bindur raka í húðinni og gerir það að verkum að rakinn helst lengi í húðþekjunni. Það hjálpar húðinni að endurheimta teygjanleika og styrk þannig að hún verður mýkri og sléttari.