Hoppa yfir valmynd
Húðvörur

Andlitskrem

Pharmaceris N Capillaries K -Reducing Cream 30ml

N-Capinon K 1% Krem með K vítamíni fyrir viðkvæma húð sem verður rauð. Styrkir háræðarnar, dregur úr roða og verndar gegn háræðasliti. Án parabena.

3.798 kr.

Vöruupplýsingar

N línan hjálpar til við að styrkja háræðanet húðarinnar og vernda hana gegn háræðasliti. Veðurfarið á Íslandi er oft erfitt fyrir húðina. Það getur valdið háræðasliti þegar húðin verður í sífellu fyrir veðrabreytingum. Háræðaslit veldur því að húðin verður rauð og veðurbarin. Þessi húðlína minnkar roða í húðinni og verndar hana gegn áreiti. Varan inniheldur einstök vítamín sem gera húðina bjartari, auka teygjanleika hennar og jafna húðlitinn.

Notkun

Berið kremið í þunnu lagi á húðina þar sem hún er rauð (einungis á þau svæði sem hún er heil).

Innihaldslýsing

– K Vitamin – Hjálpar húðinni að verjast og vinna gegn háræðasliti.