Hoppa yfir valmynd
Húðvörur

Andlitskrem

Pharmaceris N Capillaries Forte Cream 30ml

N-Active Capilaril forte öflugt krem sem vinnur gegn viðvarandi roða, háræðasliti eða hörundsroða. Það styrkir og verndar veggi háræðanna.

2.598 kr.

2.078 kr.

Vöruupplýsingar

N línan hjálpar til við að styrkja háræðanet húðarinnar og vernda hana gegn háræðasliti. Veðurfarið á Íslandi er oft erfitt fyrir húðina. Það getur valdið háræðasliti þegar húðin verður í sífellu fyrir veðrabreytingum. Háræðaslit veldur því að húðin verður rauð og veðurbarin. Þessi húðlína minnkar roða í húðinni og verndar hana gegn áreiti. Varan inniheldur einstök vítamín sem gera húðina bjartari, auka teygjanleika hennar og jafna húðlitinn.

Notkun

Berið kremið á húðina eftir að hún hefur verið hreinsuð. Berið kremið á andlitið og hálsinn. Notist daglega kvölds og morgna. Hentar vel undir farða.

Innihaldslýsing

Diosmin – Styrkir veggi háræðanna, spornar gegn háræðasliti.Hesperidin – Andoxunarefni sem styrkir háræðarnar og ver þær gegn frekari skemmdum.Canola oil – Inniheldur ríkulegt magn E vítamíns og er sefandi. Dregur úr sýkingum í húðinni og ver húðina gegn þurrki.D-panthenol – Hefur sefandi og róandi eiginleika. Styrkir húðina þannig að hún verður ekki eins viðkvæm.Olive wax – Nærir og veitir raka.Shea butter – Líkir eftir náttúrulegu verndandi fitum húðarinnar. Nærir og sefar. Dregur úr roða og spornar gegn háræðasliti.