
Vöruupplýsingar
N línan hjálpar til við að styrkja háræðanet húðarinnar og vernda hana gegn háræðasliti. Veðurfarið á Íslandi er oft erfitt fyrir húðina. Það getur valdið háræðasliti þegar húðin verður í sífellu fyrir veðrabreytingum. Háræðaslit veldur því að húðin verður rauð og veðurbarin. Þessi húðlína minnkar roða í húðinni og verndar hana gegn áreiti. Varan inniheldur einstök vítamín sem gera húðina bjartari, auka teygjanleika hennar og jafna húðlitinn.
Notkun
Notist á daginn. Berið kremið á hreina húð. Kremið er bæði farði og meðferð fyrir húð með roða eða rósroðaginn.
Innihaldslýsing
Thioproline hefur andoxandi áhrif og styrkir mótspyrnu húðfrumna gegn utanaðkomandi áreiti. Milk thistle extract andorxunarefni sem vinnur gegn bólgumyndu. Hyaluronic acid rakagjafi sem mýkir og veitir ljóma. MineralGREENpigment hylur roða.