
Vöruupplýsingar
P -PHARMACERIS Psoriasis er sjúkdómur sem hrjáir um 2% jarðarbúa. Þau sem hafa psoriasis þurfa að hugsa mjög vel um húðina til þess að sporna gegn útbrotum. Það þarf að hreinsa húðina og næra hana með mildum vörum. P línan hefur bakteríu og sveppahamlandi eiginleika vegna þess að húð sem hefur útbrot er útsett fyrir sýkingum.
Ichthyol er eitt aðalinnihaldsefna línunnar en það hjálpar til við að koma jafnvægi á frumumyndun í húðinni ásamt því að sefa kláða. Það er ekki til lækning við þessum sjúkdómi en það er hægt að milda áhrif hans með réttri meðhöndlun.
Notkun
Notað til þess að hreinsa húðin á líkamanum og í hársverði og kemur í stað hefðbundinnar sápu og sjampós. Berist á blauta húð og hár nuddið með hringhreyfingum þar til froða myndast. Skolið vel af með vatni. Notið daglega kvölds og morgna.
Innihaldslýsing
Immuno activator vit.Ichthyol. Olamine Pyroctonate. Willow bark þykkni. Critric acid.