Hoppa yfir valmynd
Húðvörur

Húðvandamál

Pharmaceris R Puri Rosalgin Soothing Wash 200ml

R-Puri Rosalgin hreinsigel fyrir húð með rósroða. Mjög milt og án sápu. Viðheldur Ph gildi húðarinnar og vinnur gegn sýkingu. Skolist af með vatni. Án ilmefna og parabena.

2.298 kr.

Vöruupplýsingar

R – Rósroði (rosacea) Þessi lína hjálpar til við að meðhöndla rósroða (rosacea). Rósroði er húðsjúkdómur sem veldur roða og bólgum. Þessi lína inniheldur engin ilmefni eða önnur efni sem erta húðina. Hún er sefandi og veitir raka þannig að húðin verður minna rauð. Þessi lína hjálpar einnig til við að koma í veg fyrir sýkingar í húðinni. Rósroði veldur því að húðin verður mislit og rauð.

Notkun

Setjið lítið magn í hreinan lófann og berið á andlitið, skolið að lokum af með vatni. Berið viðeigandi krem á húðina. Notið bæði kvölds og morgna.

Innihaldslýsing

Mango wax – Góður rakagjafi sem fer vel inn í húðina. Verndar húðina og örvar náttúrlega getu hennar til aðendurnýjast. Húðin verður síður þurr og strekkt.D-panthenol – Hefur sefandi og róðandi áhrif. Styrkir mótstöðuafl húðarinnar og minnkar líkur á sýkingu.Allantoin – Sefar ertingu. Örvar endurnýjunarferli húðarinnar og mýkir.