Hoppa yfir valmynd
Húðvörur

Bóluvörur

Pharmaceris T- Anti-comedone Cream 40ml

T-Comedo Acne krem sem vinnur gegn bólum og fílapenslun og losar húðina við stíflur. Hjálpar einnig til að vinna gegn brúnum blettum.

2.998 kr.

Vöruupplýsingar

T – Fyrir feita og blandaða húð sem fær bólur (acne). Þessi lína er sérstaklega hönnuð til að meðhöndla húð sem fær bólur. Megin innihaldsefni hennar hjálpa til við að koma jafnvægi á fituframleiðslu húðarinnar. Vörurnar eru bakteríudrepandi og hjálpa til við að halda bólum í skefjum. Vörurnar eru ofnæmisprófaðar og erta ekki. Með því að hreinsa húðina daglega og bera á hana krem við hæfi er hægt að hjálpa húðinni að ná jafnvægi og minnka bólur.

Notkun

Kremið má bera á bæði kvölds og morgna.Berið kremið á hreina húð en forðist augnsvæðið. Hentar vel undir farða.Kremið slípar húðina mjúklega og því gæti orðið létt flögnun

Innihaldslýsing

Shikimic acid hefur öflugan bakteríudrepandi eiginleika um leið og það vinnur gegn bólum og stíflum í húð. Það er einnig rakagefandi og vinnur gegn litabreytingum í húð. Azeloglycine er mildara en hreint azelaic acid og veitir betri raka . Minnkar fituframleiðslu þannig að húðin glansar minna. gerir húðina mýkri og bætir stinnleika og teygjanleika hennar. Spornar gegn litabreytingum í húð. Niacinamide vinnur gegn bólum og sýkingu í húð. Það er bólguhamlandi og hjálpar til við að koma jafnvægi á fituframleiðslu. Það vinnur gegn öldrun húðarinnar og lýsir brúna bletti.