Hoppa yfir valmynd
Húðvörur

Bóluvörur

Pharmaceris T Oily Soothing Face Cream 30ml

T-Octopirox dagkrem SPF15 fyrir feita og blandaða húð sem á það til að flagna vegna þurrks. Veitir öflugan raka, sefar og mýkir. Virkar gegn flösuexemi. Án ilmefna.

1.898 kr.

Vöruupplýsingar

T – Fyrir feita og blandaða húð sem fær bólur (acne). Þessi lína er sérstaklega hönnuð til að meðhöndla húð sem fær bólur. Megin innihaldsefni hennar hjálpa til við að koma jafnvægi á fituframleiðslu húðarinnar. Vörurnar eru bakteríudrepandi og hjálpa til við að halda bólum í skefjum. Vörurnar eru ofnæmisprófaðar og erta ekki. Með því að hreinsa húðina daglega og bera á hana krem við hæfi er hægt að hjálpa húðinni að ná jafnvægi og minnka bólur.

Notkun

Berið kremið á húðina eftir að hún hefur verið hreinsuð. Notið ekki á augnsvæðið. Notið daglega kvölds og morgna.

Innihaldslýsing

Pore-Diminish formula- Hreinsar stíflaðar svitaholur og minnkar umfang þeirra svo þær verða minna sjáanlegar.Citrit acid- Hreinsar dauðar húðfrumur og óhreinindi af yfirborði húðarinnar.Piroctone olamine- Hefur bakteríuhamlandi áhrif. Hjálpar til við að koma jafnvægi á verndandi flóru húðarinnar. Hamlar bólumyndun.Tartaric acid- Veitir raka sem virkar djúpt ofan í húðinni og gerir hana sléttari og mýkri. Kemur jafnvægi á fituframleiðslu og hefur græðandi áhrif.