
Vöruupplýsingar
T – Fyrir feita og blandaða húð sem fær bólur (acne). Þessi lína er sérstaklega hönnuð til að meðhöndla húð sem fær bólur. Megin innihaldsefni hennar hjálpa til við að koma jafnvægi á fituframleiðslu húðarinnar. Vörurnar eru bakteríudrepandi og hjálpa til við að halda bólum í skefjum. Vörurnar eru ofnæmisprófaðar og erta ekki. Með því að hreinsa húðina daglega og bera á hana krem við hæfi er hægt að hjálpa húðinni að ná jafnvægi og minnka bólur.
Notkun
Berið lítið magn af kreminu á húðina eftir að hún hefur verið hreinsuð. Notið ekki á augnsvæðið eða í kringum munn. Notið að kvöldi eða samkvæmt leiðbeiningum húðlæknis. Þegar byrjað er að nota vöruna getur húðin í fyrstu orðið rauð og flagnað eilítið, það er eðlilegt.
Innihaldslýsing
10% mandelic acid – Hefur bakteríuhamlandi eiginleika. Það hreinsar húðþekjuna (ysta lag húðarinnar) af dauðum húðfrumum og öðrum óhreinindum. Það spornar gegn myndun fílapensla, og dregur úr þeim. Það dregur úr bólum. Minnkar fínar línur og hrukkur. Jafnar húðlit og gerir áferð húðarinnar sléttari og fíngerðari. Sweet almond proteins – Gerir húðina sléttari þannig að hún verður frísklegri og hraustari að sjá.