Hoppa yfir valmynd
Húðvörur

Serum, olíur og ávaxtasýrur

Pharmaceris A Esensilix Concentrate Vitamin E 30ml

Serum sem vinnur gegn öldrun, fyrir viðkvæma húð sem á til að fá ofnæmi. Með aldrinum verður húðin þynnri, viðkvæmari og grófari, sérstaklega ef hún er viðkvæm. Hentar fyrir þá sem eru með mjög þurra húð með þurrkubletti og flögnun. Árangur og virkni vörunnar fyrir viðkvæma húð og ofnæmi hefur verið sannreyndur með klínískum prófunum.

4.698 kr.

Vöruupplýsingar

Serum sem vinnur gegn öldrun, fyrir viðkvæma húð sem á til að fá ofnæmi. Með aldrinum verður húðin þynnri, viðkvæmari og grófari, sérstaklega ef hún er viðkvæm. Hentar fyrir þá sem eru með mjög þurra húð með þurrkubletti og flögnun. Árangur og virkni vörunnar fyrir viðkvæma húð og ofnæmi hefur verið sannreyndur með klínískum prófunum. Viðkvæm húð ertist auðveldlega og eldist því fyrr, það veldur hrukkumyndun. Þetta serum er með háu hlutfalli E vítamíns og hjálpar til við að koma í veg fyrir ertingu húðarinnar og verndar hana gegn utanaðkomandi áreiti. Serumið er uppbyggjandi, hægir á öldrun og hefur góða andoxunar eiginleika. Húðin verður stinnari og hrukkur minnka til muna. Húðin endurheimtir ljóma sinn og heilbrigt útlit. Mælt er með notkun serumsins til þess að hjálpa til við að byggja upp húðina sem dæmi eftir húðmeðferðir eins og húðslípun.

Notkun

Hreinsið húðina með Pharmaceris hreinsi og berið síðan serumið á í hæfilegu magni bæði á andlit, háls og bringu, að kvöldi. Berið síðan viðeigandi krem á húðina. Stíflar ekki húðina. Notið sem meðferð í a.m.k. mánuð til að sporna gegn þreytulegri og þurri húð

Innihaldslýsing

squalane 27,3% Vitamine A 0,2% rapeseed oil hempseed oil Vitamine E 5% Almond oil