Hoppa yfir valmynd
Húðvörur

Maskar

Neutrogena Hydro Boost Næturmaski 50ml

Næturmaski sem vinnur yfir nóttina að því að endurnýja húðina og fylla hana af raka.

4.198 kr.

Vöruupplýsingar

Overnight Mask er blanda af næturkremi og maska, sem vinnur að því yfir nóttina að endurnýja húðina og fylla hana af raka. Með reglulegri notkun vinnur maskinn á móti ofþornun og yfirborðsþurrk í húðinni

Með sérstakri „memory gel“ tækni jafnar maskinn sig sjálfur út á húðinni og umlykur húðina þunnri filmu sem máir út þreytumerki og gefur kröftugan raka

Húðin verður mun frísklegri og fylltari um morguninn

Maskinn inniheldur náttúrulega rakaefnið hýalúrónsýru, sem virkar eins og svampur og getur bundið þúsundfalda þyngd sína í vatni djúpt í húðinni. Formúlan býr svo til einskonar vatnstank undri húðlaginu sem sleppir rakanum hægt og rólega, sem tryggir það að húðin fái nægan raka allann daginn

Formúlan inniheldur nú einnig Trehalose, sem er náttúrulegt plöntu efni sem virkar sem raka-og andoxunarefni sem hefur verndandi áhrif á húðina og náttúrulegar rakavarnir húðarinnar. Trehalose getur einnig stuðlað að aukinni kollagen myndun í húðinni þar sem það hefur verndandi áhrif á frumur sem framleiða kollagen

Ásamt glycerin og ólívuextract styrkir maskinn rakavarnir húðarinnar svo að húðin heldur rakanum mun lengur og helst rakafyllt allann daginn

Maskinn er olíulaus

Notkun

Berið á hreina húð á andliti og hálsi á hverju kvöldi. Má einnig nota sem maska þegar húðin þarfnast extra næringar.