Hoppa yfir valmynd
Húðvörur

Baðvörur

Dr.Bronner's Sápa Lavender 59ml

Gerið sjálfum ykkur og móður jörð greiða með því að skipta yfir í lífrænu, umhverfisvænu galdrasápurnar frá Dr.Bronner

598 kr.

Vöruupplýsingar

Vottuð lífræn og fair trade Algjörlega umhverfisvæn og niðurbrjótanleg 100% Post-Consumer (PCR) endurunnið plast í flöskunum og pappír í miðunum Fjölbreyttir notkunarmöguleikar, eina sápan sem þú þarft! Í hár-, sturtu- og handsápa – líka í andlitið og hentar vel til að fjarlægja farða Í þvottavélina, uppvaskið og heimilisþrifin Drjúg og freyðir vel

Dr.Bronner´s trúa því að félagsleg ábyrgð fyrirtækja sé afar mikilvæg. Fyrirtækið heldur fast í framsækin gildi á öllum stigum framleiðslunnar. Þetta er fjölskyldufyrirtæki sem lítur á alla sína samstarfsaðila sem hluta af fjölskyldunni. Allir innan fyrirtækisins eru metnir að verðleikum og fá bæði sanngjörn laun og ýmis fríðinidi. Launastefnan er einstök en hún er sú að þeir sem fá hæst laun innan fyrirtækisins fá aldrei meira en fimm sinnum hærri laun en lægst launaða staðan. Starfsmenn fá lífeyrisreikning, bónusa og sjúkdómatryggingu fyrir bæði sig og fjölskyldu sína. Starfsmenn eru hvattir til að auka sífellt við þekkingu sína og reynt er að búa öllum heilbrigt og öruggt vinnuumhverfi. Allur hagnaður sem fer ekki í rekstur fyrirtækisins er notaður í góðgerðarstarf og ýmis baráttuverkefni í stað þess að búa til auðæfi fyrir stjórnendur og eigendur

Notkun

lhliða sápa, unnin úr lífrænum olíum án allra kemískra efna Hentar börnum, fólki með viðkvæma húð og öllum hinum Eina sápan sem þú þarft fyrir alla fjölskylduna: Í hárið Í andlitið – fjarlægir farða t.d. vel Á allan líkamann Í baðið eða fótabaðið Til raksturs Á gæludýrin Það er meira að segja hægt að tannbursta sig með sápunni, svo hrein er hún! Baby mild eða lavender er best fyrir börn og fólk með exem eða mjög viðkvæma húð Það er ekki bara hægt að þrífa alla fjölskylduna með Dr.Bronner´s heldur allt heimilið líka! Í þvottavélina Í uppþvottinn Á gólf, glugga, veggi, flísar og önnur yfirborð Í Eldhúsþrifin Til að skola ávexti og grænmeti Á baðherbergið Hrein, lífræn sápa sem virkar! Lífræn fljótandi sápa frá Dr.Bronner´s Á kroppinn: þynnið út með vatni og nuddið milli lófanna svo sápan freyði Hárið: c.a. ½ msk Líkaminn: Eftir þörfum Andlitið: 2-3 dropar Í baðið: 2 msk Fótabað: 1-2 tsk Rakstur: Andlit -10dropar, handakrikar-3dropar, fótleggir: ½ tsk Tannburstun: 1dropi á tannburstan (Já hún bragðast eins og sápa) Fyrir hunda og ketti: Fer eftir stærð en 1-2 msk ættu að duga. Blandið með vatni, nuddið vel inn í feldinn og skolið vandlega úr með volgu vatni. Í heimilisþrifin Í þvottavélina: 1-3 msk Má bæta við ½ bolla matarsóda Í Uppþvottinn: þynnið út í skál eða spreybrúsa u.þ.b. 1 hluti sápa: 10 hlutar vatn Alhliða hreinsisprey: ¼ bolli sápa í 1 líter af vatni Skúringar: ½ bolli sápa í 10 lítra af vatni Ávaxta og grænmetisskol: Látið það sem þvo á í skál með köldu vatni, bætið við u.þ.b. ¼ tsk af sápu. Látið liggja smá stund og hrærið í vatninu. Skolið af með hreinu vatni. Þetta er engan veginn tæmandi listi yfir notkunarmöguleika þessarar frábæru sápu. Prófið ykkur bara áfram og kynnist því sjálf hversu frábær hún er.