Hoppa yfir valmynd
Húðvörur

Serum, olíur og ávaxtasýrur

Neostrata Enlighten 15% Vitamin C + PHA Serum 15ml

Einstakt andlitsserum sem inniheldur blöndu af klínískt rannsökuðum andoxunarefnum og Polyhydroxy sýru fyrir bjartari og ljómameiri húð á aðeins einni viku!

8.898 kr.

Vöruupplýsingar

Þessi létta formúla fer mjúklega um húðina og örvar hana með L-Ascorbic sýru (hreint C-vítamín), Feverfew (Glitbrá) þykkni, Grænu Tei og Gluconalactone (Polyhydroxy sýra) til að veita húðinni andoxandi eiginleika fyrir ytra áreiti og oxandi streituáhrifum, sem hjálpar til við að minnka sýnilega litabletti ásamt því að jafna húðlit. Polyhydroxy sýra hjálpar til við að skrúbba yfirborð húðar mjúklega og hleypa hreinu C-vítamíninu inn í ferskt og endurnýjað yfirborð húðar. Lykil innihaldsefni: 15% C-vítamín (L-Ascorbic sýra): Birtir útlit húðar til að afhjúpa náttúrulega, bjarta húð. Hjálpar til við að minnka litabletti. 2% Gluconolactone (Polyhydroxy Acid): Skrúbbar mjúklega yfirborð húðar, ásamt því að hafa áhrif á útlit dökkra litabletta, fyrir jafnara yfirbragð og áferð. Fjarlægir dauðar húðfrumur á yfirborði húðar svo C-vítamínið smjúgi hæglega í gegn inn í ferska og endurnýjaða húð. 1% Feverfew (Glitbrá) þykkni: Andoxunarefni úr jurtaríkinu sem eykur vörn húðarinnar gegn þurrkandi umhverfisáhrifum, svo sem mengun, sem getur aukið ójafnan húðlit. Eykur andoxunarefnin sem eru náttúrulega til staðar í húðinni. Grænt Te þykkni (EGCG): Eykur andoxunaráhrif C-vítamíns. Hentar öllum sem leita að hinu áhrifamikla innihaldsefni, C-vítamíni, í formúlu sem er full af andoxunarefnum til að minnka merki öldrunar í húð vegna ytra áreitis, svo sem UV geislum og mengun.

Notkun

Berið serumið á hreina húð að morgni, áður en dagkrem er borið á.

Innihaldslýsing

Propanediol, Aqua/Water/Eau, Ascorbic Acid, Gluconolactone, Citric Acid, Epigallocatechin Gallate, Chrysanthemum Parthenium (Feverfew) Flwer/Leaf/Stem Juice, Pentylene Glycol, Sodium Metabisulfite, Sodium Hydroxide, Caprylyl Glycol, Sodium Benzoate, Potassium Sorbate, Phenoxyethanol.