
Lausasölulyf
Kalíum
Kaleorid, forðatfl 750 mg 250 stk
Kaleorid inniheldur kalíum sem er ómissandi efni fyrir efnaskipti líkamans.
5.995 kr.
Vöruupplýsingar
Kaleorid er forðatafla og virka efnið losnar smám saman úr henni. Kaleorid inniheldur kalíum sem er ómissandi efni fyrir efnaskipti líkamans. Kalíumskortur getur komið fram við ákveðna sjúkdóma og við lyfjameðferð með ýmsum lyfjum sem auka þvagmyndun (þ.e. þvagræsilyf). Kaleorid töflur eru notaðar til meðferðar við litlu magni kalíums í blóðinu. Einnig getur lyfið verið gefið sem fyrirbyggjandi meðferð með þvagræsilyfjum. Vegna framleiðsluaðferðar Kaleorid er sundrun töflunnar hæg. Kalíum er í grind úr mjúku fituefni í töflukjarnanum, sem veldur smám saman hægri losun á kalíumi í stórum hluta garnanna. Mjúka grindin skilst út með hægðum.
Notkun
Alltaf skal nota lyfið nákvæmlega eins og lýst er í þessum fylgiseðli eða eins og læknirinn, lyfjafræðingur eða hjúkrunarfræðingurinn hefur mælt fyrir um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum, lyfjafræðingi eða hjúkrunarfræðingnum. 3 Þegar Kaleorid er notað í forvarnarskyni er venjulegur skammtur: Fyrir 750 mg töflur: almennt 1-2 töflur 2-3 sinnum á sólarhring. Fyrir 1000 mg töflur: eðlilegur lægsti skammtur er ein tafla tvisvar sinnum á sólarhring. Ef þú færð Kaleorid vegna lítils kalíummagns er skammturinn ákveðinn eftir kalíummagni. Vanalega er skammturinn af 750 mg töflum 2 töflur 2-3 sinnum á sólarhring þar til magn kalíums í sermi hefur hækkað. Eftir það er ein til tvær töflur tvisvar sinnum á sólarhring nægur skammtur. Nægur skammtur af 1000 mg skammti er vanalega tvær töflur tvisvar sinnum á sólarhring. Töflurnar á að gleypa heilar með a.m.k. einu glasi af vatni. Ekki taka töflurnar liggjandi útaf og ekki rétt fyrir svefn. Óleysanlegur hvítur kjarni töflunnar mun skiljast út með hægðum.
Sjá nánari upplýsingar um lyfið á sérlyfjaskrá