Hoppa yfir valmynd
Lausasölulyf

Ofnæmislyf

Dymista, nefúði 187 mcg/sk 25 ml

Dymista dregur úr einkennum ofnæmis við ofnæmiskvef, til dæmis: nefrennsli, nefstíflu, nefrennsli aftur í kok (slím í koki), hnerra og kláða í nefi.

5.995 kr.

Vöruupplýsingar

Dymista nefúði inniheldur tvö virk efni: azelastínhýdróklóríð og flútíkasónprópíónat.

Azelastínhýdróklóríð tilheyrir flokki lyfja sem nefnast andhistamín. Andhistamín hindra verkun histamíns sem líkaminn framleiðir og eru þáttur í ofnæmisviðbrögðum. Flútíkasónprópíónat tilheyrir flokki lyfja sem nefnast barksterar og draga úr bólgu.

Notkun

Yngri en 18 ára mega aðeins nota Dymista eftir ávísun læknis. Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 12 ára. Nauðsynlegt er að nota Dymista nefúða reglulega til þess að ná þeirri virkni sem óskað er. Ekki á að nota Dymista samfellt lengur en í 3 mánuði.

Innihaldslýsing

inniheldur tvö virk efni: azelastínhýdróklóríð og flútíkasónprópíónat.