Hoppa yfir valmynd
Lausasölulyf

Kvensjúkdómalyf

Canesten, legtafla 500 mg 1 stk

Canesten inniheldur klótrímazól og er notað við sveppasýkingu í leggöngum.

3.549 kr.

Vöruupplýsingar

Canesten inniheldur sveppalyfið klótrímazól, sem verkar gegn ýmsum tegundum örvera, m.a. húðsveppum, gersveppum og myglusveppum. Klótrímazól, virka efnið í Canesten, hefur sveppadrepandi verkun. Það verkar á sveppategundir sem eru algengastar að valda sýkingum í húð og í leggöngum. Klótrímazól hefur einnig áhrif á nokkrar tegundir baktería. Canesten er bæði notað við sveppasýkingum í húð og á kynfærum en hefur ekki áhrif á sveppasýkingar undir nöglum eða í hársverði.

Notkun

1 dags (1 skiptis-) meðferð: Ein 500 mg leggangatafla djúpt í leggöng að kvöldi.

Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á sérlyfjaskrá

Innihaldslýsing

1 leggangatafla inniheldur 500 mg af klótrímazóli. Önnur innihaldsefni eru: Kalsíumlaktat pentahýdrat, krospóvídón, vatnsfrí kísilkvoða, mjólkursykureinhýdrat, magnesíumsterat, maíssterkja, hýprómellósi, örkristallaður sellulósi, mjólkursýra.