
Lausasölulyf
Augu
Oftagel augngel 2,50 mg/g 10 g
Oftagel er augnhlaup ætlað til meðferðar á einkennum augnþurrks
1.348 kr.
Vöruupplýsingar
Oftagel eru gervitár sem innihalda smurefni sem kallast Karbómer 974P. Oftagel er augnhlaup ætlað til meðferðar á einkennum augnþurrks (s.s. eymslum, sviða, ertingu eða þurrki) vegna ónógrar táramyndunar augans.
Notkun
Fullorðnir: Dreypið einum dropa af hlaupinu í neðri poka táru 1-4 sinnum á dag eftir því hversu mikil augnóþægindin eru. Börn og unglingar að 18 ára aldri: Öryggi og verkun Oftagel hjá börnum og unglingum í ráðlögðum skömmtum fyrir fullorðna hefur verið staðfest með klínískri reynslu.
Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á sérlyfjaskrá
Innihaldslýsing
Karbómer 974P 2,5 mg/g