Hoppa yfir valmynd
Lausasölulyf

Verkjalyf

Treo freyðit 20 stk

Treo er notað við vægum verkjum og mígreni.

920 kr.

Vöruupplýsingar

Treo er notað við vægum verkjum og mígreni. TREO freyðitöflur (asetýlsalicýlsýra 500 mg/koffín 50 mg) er lyf sem hægt er að kaupa án lyfseðils og er notað við höfuðverk, öðrum tilfallandi verkjum og mígreni. Börn yngri en 15 ára mega ekki nota Treo nema í samráði við lækni og aldrei ef þau eru með hita. Hafið samband við lækni ef einkenni versna eða batna ekki innan 3 daga ef um hita og mígreni er að ræða, eða innan 5 daga ef um höfuðverk er að ræða. Þungaðar konur og konur sem fyrirhuga að verða þungaðar ættu að forðast notkun Treo. Ekki má nota lyfið á meðgöngu nema í samráði við lækni. Lesið fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið

Notkun

Fullorðnir: 1-2 freyðitöflur leystar upp í ½ glasi af vatni 1-4 sinnum á sólarhring. Mígreni: 2 freyðitöflur leystar upp í ½ glasi af vatni 1-4 sinnum á sólarhring. Má nota að hámarki í 10 sólarhringa í mánuði. Börn: Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 15 ára án samráðs við lækni.

Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á sérlyfjaskrá

Innihaldslýsing

Virk innihaldsefni: Asetýlsalisýlsýra og koffín. Önnur innihaldsefni: Vatnsfrí sítrónusýra, natríumhýdrógenkarbónat, vatnsfrítt natríumkarbónat, natríumtvíhýdrógensítrat, natríumsítrat, mannitól, natríumdókusat, póvidón, simeticon