Hoppa yfir valmynd
Lausasölulyf

Verkjalyf

ibuxin rapid filmhtfl 400 mg 30 stk

Ibuxin rapid eru töflur við verkjum, bólgum og hita.

1.305 kr.

Vöruupplýsingar

Ibuxin rapid töflur innihalda 400 mg íbúprófen, sem er svokallað bólgueyðandi verkjalyf. Ibuxin töflurnar eru notaðar til meðferðar við tímabundnum verkjum og hita, svo sem einkennum sem fylgja kvefi eða inflúensu, höfuðverk, vöðva- og liðverkjum, gigtarverkjum, tíðaverkjum og tannverk. Íbúprófen dregur úr framleiðslu efna sem valda verkjum og bólgu í líkamanum. Með hjálp ibúprófens hverfa verkirnir og hitatilfinning, roði og þroti minnka. Íbúprófen lækkar einnig hita. Ibuxin rapid verkar hraðar en ibuxin.

Notkun

Takið 200 mg eða 400 mg af ibuprofeni (1/2 eða 1 ibuxin rapid 400 mg töflu). Takið viðbótarskammta 200 mg eða 400 mg af ibuprofeni (1/2 eða 1 töflu) ef þörf krefur, en farið ekki yfir 1.200 mg heildarskammt af ibuprofeni (3 töflur) á neinu 24 klst. tímabili. Ekki skulu líða minna en 6 klst. á milli skammta.

Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á sérlyfjaskrá

Innihaldslýsing

Hver tafla inniheldur 400 mg af íbúprófeni.