
Vöruupplýsingar
Panodil extra er notað við hita t.d. í tengslum við kvef og inflúensu og við vægum til miðlungsmiklum verkjum t.d. höfuðverk, tannverk, tíðaverkjum ásamt vöðva og liðverkjum. Panodil Extra inniheldur parasetamól og koffín. Parasetamól er verkjastillandi og hitalækkandi, koffín virkar þannig að það eykur verkjastillandi áhrif parasetamóls.
Notkun
Fullorðnir og börn 15 ára og eldri: 1-2 töflur á 4 til 6 klukkustunda fresti Aldrei skal taka meira en 6 töflur á sólarhring. Hámarks stakur skammtur: 2 töflur. Lágmarkstími á milli skammta er 4 klukkustundir