
Vöruupplýsingar
Panodil Junior er verkjastillandi og hitalækkandi lyf. Nota má Panodil Junior við vægum verkjum, til dæmis við höfuðverk, tannverk, vöðva- og liðverkjum og til lækkunar sótthita t.d. við kvef og inflúensu.
Notkun
Börn 2 ára og eldri: Skammtur fer eftir líkamsþyngd barnsins. Börn mega fá 50 mg/kg/sólarhring, skipt í 3-4 skammta. Barn 10-14 kg 1 stíll með 125 mg mest 4 sinnum á sólarhring. Barn 15-19 kg 2 stílar með 125 mg (250 mg) mest 3 sinnum á sólarhring. Barn 20-29 kg 2 stílar með 125 mg (250 mg) mest 4 sinnum á sólarhring. Það skulu að minnsta kosti líða 6 klst. á milli hvers skammts.