Hoppa yfir valmynd
Lausasölulyf

Verkjalyf

Voltaren Forte hlaup 23,2mg/g 150g

5.135 kr.

Vöruupplýsingar

Voltaren Forte tilheyrir flokki bólgueyðandi gigtarlyfja sem ekki eru sterar (NSAID). Voltaren Forte dregur úr bólgu og er verkjastillandi. Þú getur notað Voltaren Forte við verkjum, eymslum og þrota í liðum og vöðvum vegna bólgu. Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki innan 7 daga.

Notkun

Fullorðnir og börn 14 ára og eldri: Berið hlaupið á auma svæðið 2 sinnum á dag (helst að morgni og kvöldi). Ekki má nota Voltaren Forte lengur en í 2 vikur við áverka á vöðvum eða liðum (t.d. snúningur, tognun, marblettir) eða sinabólgu. Læknirinn getur ráðlagt lengri meðferð. Leitið til læknis ef verkir og bólga lagast ekki innan 7 daga eða ef einkenni versna.