
Vöruupplýsingar
Voltaren Forte tilheyrir flokki bólgueyðandi gigtarlyfja sem ekki eru sterar (NSAID). Voltaren Forte dregur úr bólgu og er verkjastillandi. Þú getur notað Voltaren Forte við verkjum, eymslum og þrota í liðum og vöðvum vegna bólgu. Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki innan 7 daga.
Notkun
Fullorðnir og börn 14 ára og eldri: Berið hlaupið á auma svæðið 2 sinnum á dag (helst að morgni og kvöldi). Ekki má nota Voltaren Forte lengur en í 2 vikur við áverka á vöðvum eða liðum (t.d. snúningur, tognun, marblettir) eða sinabólgu. Læknirinn getur ráðlagt lengri meðferð. Leitið til læknis ef verkir og bólga lagast ekki innan 7 daga eða ef einkenni versna.
Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á sérlyfjaskrá