
Vöruupplýsingar
Benylan er mixtúran fyrir börn og fullorðna sem notuð er við þurrum hósta, ferðaveiki og ógleði. Benylan virkar eftir um 2 klst og varir í 4-8 klst. Inniheldur andhistamín sem hefur hóstastillandi áhrif.
Notkun
Skammtar Fullorðnir: 10 ml 3-5 sinnum á sólarhring. Börn 6-15 ára: 5 ml 3-5 sinnum á sólarhring. Börn 2-5 ára: 2,5 ml 3-5 sinnum á sólarhring.
Þú mátt eingöngu gefa börnum yngri en tveggja ára Benylan samkvæmt læknisráði. Lyfið á ekki að gefa börnum yngri en 4 ára sem hóstastillandi lyf.
Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á sérlyfjaskrá
Innihaldslýsing
Diphenhydraminhydrochlorid, Natriumcitrat, Menthol, Citronsyremonohydrat, Carmellosenatrium, Glycerol, Ethanol 96%, Renset vand, Sorbitol, Saccharinnatrium, Natriumbenzoat (E211), Hindbæressens