
Vöruupplýsingar
Strepsils er við eymslum og ertingu í hálsi.
Notkun
Fullorðnir og börn 6 ára og eldri: 1 munnsogstafla er látin leysast hægt upp í munni á 2-3 klst. fresti. Börn á aldrinum 6-11 ára: Lyfið skal gefa undir eftirliti fullorðins aðila. Börn yngri en 6 ára: Vegna lyfjaformsins skal notkun takmarkast við börn eldri en 6 ára. Aldraðir: Ekki er nauðsynlegt að breyta skömmtum handa öldruðum.
Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á sérlyfjaskrá