Hoppa yfir valmynd
Lausasölulyf

Ofnæmislyf

Desloratadine Alvogen, munndr.t 5 mg 30 stk

Ofnæmislyf - munndreifitafla.

1.955 kr.

Vöruupplýsingar

Desloratadine Alvogen er ætlað fullorðnum og unglingum 12 ára og eldri. Notað til að draga úr einkennum ofnæmisnefkvefs. Einkenni ofnæmiskvefs eru hnerri, nefrennsli og kláði í nefi, kláði í efri gómi, kláði í augum, rauð eða tárvot augu. Lyfið er einnig notað til að draga úr ofsakláða.

Notkun

Ráðlagður skammtur af Desloratadine Alvogen er ein 5 mg munndreifitafla í munn einu sinni á dag. Ekki er ráðlagt að lyfið sé notað fyrir börn yngri en 12 ára.

Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á sérlyfjaskrá

Innihaldslýsing

Desloratadine Alvogen inniheldur desloratadin sem er andhistamín. Hver munndreifitafla inniheldur 5 mg af desloratadini.

Hjálparefni: Kalíumpolakrilin, Sítrónusýrueinhýdrat, Rautt járnoxíð (E172), Magnesíumsterat, Natríumkroskarmellósa Tutti-frutti bragðefni (inniheldur própýlen glýkól), Aspartam (E951), Örkristallaður sellulósi, Mannitól, Kalíumhýdroxíð (til að stilla pH).