
Vöruupplýsingar
Picoprep meðferðin er hægðarlosandi lyf sem notuð er áður en farið er í aðgerðir/speglanir. Lyfið er notað til að tæma ristilinn. Eykur þarmahreyfingar.
Notkun
Lyfið er tekið inn í tveimur skömmtum, daginn fyrir rannsókn eða aðgerð, um morgun og svo aftur 6-8 klst síðar.
Fullorðnir og börn eldri en 9 ára: 1 poki Börn 4-9 ára: 1 poki að morgni, ½ poki seinni partinn. Börn 2-4 ára: ½ poki í senn. Börn 1-2 ára. ¼ poki í senn.
Duftið er blandað út í 150 ml af köldu vatni og hrært út í.
Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á sérlyfjaskrá
Innihaldslýsing
PicoPrep powder for solution contains: 10mg of sodium picosulfate; 3.5g of magnesium oxide; 12.0g of citric acid; and, 36mg of aspartame