Lausasölulyf
Nikótínlyf
Nicorette Quickmist CoolBerry munnhúði 1mg/sk 300s
Nicorette er notað sem hjálpartæki til að hætta að reykja
6.495 kr.
Vöruupplýsingar
Nicorette er notað sem hjálpartæki til að hætta að reykja. Það dregur úr nikótínþörf og fráhvarfseinkennum. Úr Nicorette færðu það nikótín, sem þú færð venjulega úr tóbakinu.
Notkun
Eftir hleðslu úðadælunnar er munnstykki skammtarans beint, eins nálægt og hægt er, að opnum munninum. Þrýsta skal ákveðið efst á skammtarann til þess að úða inn í munninn (1 úðaskammtur). Forðast skal að úða á varirnar. Forðast skal að anda að sér á meðan verið er að úða, til þess að úðinn berist ekki niður í öndunarveginn. Kyngið ekki í nokkrar sekúndur eftir notkun úðans, þannig næst bestur árangur.
Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á sérlyfjaskrá
Innihaldslýsing
Nicotine