
Lausasölulyf
Nikótínlyf
Nicotinell IceMint tyggigúm 2 mg 204 stk
Nicotinell lyfjatyggigúmmí er notað til að draga úr nikótínþörf og fráhvarfseinkennum nikótíns hjá einstaklingum sem eru háðir nikótíni.
6.695 kr.
Vöruupplýsingar
Nicotinell lyfjatyggigúmmi inniheldur nikótín, það er fáanlegt í tveimur styrkleikum 2 mg og 4 mg. Nicotinell lyfjatyggigúmmí er notað til að draga úr nikótínþörf og fráhvarfseinkennum nikótíns hjá einstaklingum sem eru háðir nikótíni. Þegar þú tyggur Nicotinell losnar nikótínið hægt og frásogast í gegnum slímhúðina í munninum. Þannig getur það auðveldað reykingafólki sem vill hætta að reykja eða að draga úr reykingum.
Notkun
Ráðlagður sólarhringsskammtur fer eftir því hversu háð/-ur þú ert reykingum. Þú skalt nota Nicotinell 4 mg tyggigúmmí ef þú ert reykingamanneskja með mikla nikótínþörf eða ef þér hefur ekki tekist að hætta að reykja með notkun 2 mg tyggigúmmís Í öðrum tilfellum skaltu nota Nicotinell 2 mg lyfjatyggigúmmí. Notaðu tyggigúmmíið þegar þú finnur fyrir reykingaþörf. Í upphafi meðferðar skaltu venjulega nota eitt tyggigúmmí á 1-2 klst. fresti. Í flestum tilfellum nægir að nota 8-12 tyggigúmmí á sólarhring, óháð hvaða styrkleika þú notar. Tuggutækni
- Tyggið hægt þar til finnst sterkt bragð
- Látið tyggigúmmíið hvíla á milli kinnar og tannholds
- Tyggið aftur þegar bragðið dofnar
- Endurtakið í u.þ.b. 30 mínútur.
Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á sérlyfjaskrá