
Lausasölulyf
Munnur
Corsodyl munnh.hlaup10 mg/g 50 g
Til sótthreinsunar fyrir og eftir munn- og tannaðgerðir.
1.295 kr.
Vöruupplýsingar
Corsodyl 10 mg/g munnholshlaup. Inniheldur klórhexidínglúkónat. Til sótthreinsunar fyrir og eftir munn- og tannaðgerðir. Tímabundin meðferð við munnbólgu af völdum gervitanna. Tímabundin meðferð til varnar bakteríum og tannsteini vegna tímabundinna sjúkdóma, slyss, mikillar tannsteinsmyndunar, tannholdsbólgu og tannslíðursbólgu. Lesið leiðbeiningar á pakkningu vandlega fyrir notkun. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.
Notkun
Ekki skal nota Corsodyl fyrir börn yngri en 12 ára nema læknir eða tannlæknir ráðleggi það.
Corsodyl er notað eftir tannburstun með tannkremi en ekki fyrir. Skola skal munninn vandlega eftir tannburstun, annars geta leifar af tannkreminu, t.d. natríumlaurýlsúlfat verkað gegn áhrifum klórhexidínsins.
Sjá nánari upplýsingar um lyfið á sérlyfjaskrá
Innihaldslýsing
inniheldur 1% klórhexidíndíglúkónat