Hoppa yfir valmynd
Lausasölulyf

Ofnæmislyf

Desloratadine Alvogen 100stk

Dregur úr einkennum ofnæmiskvefs og ofsakláða

3.415 kr.

Vöruupplýsingar

Desloratadine Alvogen er andhistamín lyf og inniheldur virka efnið deslóratadín (5 mg). Það dregur úr einkennum ofnæmiskvefs og ofsakláða. Desloratadine Alvogen eru munndreifitöflur sem leysast upp í munninum. Taka skal eina töflu á dag á meðan einkenna er vart eða yfir sumartímann. Deslóratadín kemst ekki yfir í miðtaugakerfið og getur því ekki haft slævandi áhrif. Hjá sjúklingum með ofnæmisnefkvef hefur deslóratadín reynst árangursríkt við að draga úr einkennum eins og hnerra, nefrennsli og kláða, ásamt augnkláða, tárarennsli og roða í augum og kláða í efri gómi.

Notkun

Notkun hjá fullorðnum og unglingum 12 ára og eldri. Ráðlagður skammtur er ein tafla einu sinni á dag, með eða án fæðu.

Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á sérlyfjaskrá