
Vöruupplýsingar
Rabeprazol Krka töflur innihalda rabeprazol. Það tilheyrir flokki lyfja sem kallast „prótónpumpuhemlar“. Þeir verka með því að draga úr magni magasýru sem framleidd er í maganum. Lyfið er notað í stuttan tíma til meðferðar við einkennum bakflæðis (t.d. brjóstsviða og nábít) hjá fullorðnum. Bakflæði er bakflæði sýru frá maga upp í vélindað, sem getur valdið bólgu og sársauka í vélinda. Þetta getur valdið einkennum eins og sársaukatilfinningu í brjósti sem leiðir upp í háls (brjóstsviða) og súru bragði í munni (nábít).
Notkun
Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á sérlyfjaskrá