
Vöruupplýsingar
Septabene munnholsúði er bólgueyðandi, verkjastillandi og sótthreinsandi lyf til staðbundinnar notkunar í munnholi. Munnholsúðinn sótthreinsar munn og háls og dregur úr ummerkjum bólgu í hálsi, svo sem verk, roða, þrota, hita og skertri virkni.
Septabene munnholsúði er notaður handa fullorðnum, unglingum og börnum eldri en 6 ára, til staðbundinnar og stuttrar bólgueyðandi, verkjastillandi og sótthreinsandi meðferðar:
- við ertingu í hálsi, munni og tannholdi og
- fyrir og eftir tanndrátt.
Notkun
Fullorðnir Fyrir stakan skammt á að þrýsta einu sinni eða tvisvar á úðadæluna. Þetta má endurtaka á 2 klst. fresti, 3-5 sinnum á dag.
Notkun handa börnum og unglingum Unglingar eldri en 12 ára Fyrir stakan skammt á að þrýsta einu sinni eða tvisvar á úðadæluna. Þetta má endurtaka á 2 klst. fresti, 3-5 sinnum á dag. Börn á aldrinum 6 til 12 ára Fyrir stakan skammt á að þrýsta einu sinni á úðadæluna. Þetta má endurtaka á 2 klst. fresti, 3- 5 sinnum á dag. Fullorðinn þarf að fylgjast með notkun munnholsúðans hjá börnum á aldrinum 6 til 12 ára. Börn yngri en 6 ára mega ekki nota Septabene munnholsúða.
Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á sérlyfjaskrá