
Vöruupplýsingar
Toilax er hægðalyf. Það virkar með því að auka þarmahreyfingar og safna vatni í ristlinum. Toilax er notað við hægðatregðu. Toilax er notað til þarmahreinsunar fyrir aðgerðir eða rannsóknir á þörmum.
Notkun
Fullorðnir og börn eldri en 10 ára:1-2 sýruþolnar töflur (5-10 mg) 1 sinni á sólarhring, fyrir svefn. Börn 2-10 ára: 1 sýruþolin tafla (5 mg) einu sinni á sólarhring, en þó aðeins samkvæmt læknisráði. Börn yngri en 2 ára: Ekki má nota Toilax handa börnum undir 2 ára aldri.
Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á sérlyfjaskrá