Hoppa yfir valmynd
Lausasölulyf

Hósti

Túfen, saft 13,33 mg/ml 180 ml

2.015 kr.

Vöruupplýsingar

Túfen 13,33 mg/ml saft inniheldur guaifenesín og er slímlosandi lyf. Það er ætlað til notkunar við einkennum sýkinga í efri hluta öndunarfæra og hjálpar til við að létta á djúpum hósta með því að losa slím sem auðveldar að hósta því upp og opna þannig öndunarveginn.

Notkun

Ráðlagður skammtur er: Börn yngri en 6 ára: Má ekki nota Börn milli 6 og 12 ára: Takið 7,5 ml á 4 klukkustunda fresti, allt að 3 til 4 sinnum á dag. Hámark er 15 ml í hverjum skammti og 30 ml á hverjum 24 klukkustundum. Fullorðnir og unglingar eldri en 12 ára: Takið 15 ml á 4 klukkustunda fresti, allt að 3 til 4 sinnum á dag. Hámark er 30 ml í hverjum skammti og 60 ml á hverjum 24 klukkustundum. Aldraðir: Eins og fyrir fullorðna. Sjúklingar með lifrar- eða nýrnasjúkdóma: Hafið samband við lækninn eða lyfjafræðing

Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á sérlyfjaskrá