
Vöruupplýsingar
Zaditen inniheldur virka efnið ketotifen, sem er lyf við ofnæmi. Zaditen er notað til meðferðar við einkennum frjókornaofnæmis í augum.
Notkun
Venjulegur skammtur fyrir fullorðna, aldraða og börn 3 ára og eldri er 1 dropi í viðkomandi auga (augu) tvisvar sinnum á dag (að morgni og að kvöldi). Eitt stakskammtaílát inniheldur nægilegt magn af lausn til að meðhöndla bæði augun einu sinni.
Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á sérlyfjaskrá