Hoppa yfir valmynd
Lausasölulyf

Kalk

Kaleorid, forðatfl 750 mg 100 stk

3.145 kr.

Vöruupplýsingar

Kaleorid er forðatafla og virka efnið losnar smám saman úr töflunni. Kaleorid inniheldur kalíum sem er lífsnauðsynlegt fyrir efnaskiptin. Kalíumskortur getur komið fram við ákveðna sjúkdóma og við meðferð með ýmsum lyfjum sem auka þvagútskilnað (þ.e. þvagræsilyf). Kaleorid töflur eru notaðar við meðferð á lágu kalíumgildi í blóði. Einnig er hægt að gefa lyfið sem fyrirbyggjandi meðferð þegar þvagræsilyf eru notuð. Framleiðsluaðferð Kaleorid gerir það að verkum að taflan leysist upp smátt og smátt. Kalíum er komið fyrir í mjúkri uppistöðu úr lípíði í töflukjarnanum og þaðan dreifist það smátt og smátt um stærsta hluta þarmanna. Mjúki lípíðhlutinn skilst út með hægðum.

Notkun

Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á sérlyfjaskrá