Hoppa yfir valmynd
Snyrtivörur

Naglavörur

TRIND Nail-Magic

  1. Sléttar nöglina 2. Fjarlægir fínar línur og hrufur 3. Gefur gljáa

898 kr.

Vöruupplýsingar

TRIND Nail Magic þjölin er alger galdur. Náttúrulegur raki naglarinnar er nauðsynlegur fyrir heilbrigðan vöxt naglarinnar. Til að jafna náttúrulegan raka naglarinnar er nöglin örvuð með TRIND Nail Magic þjölinni einu sinni á fjögurra vikna fresti.

Notkun

TRIND Nail Magic Buffer er þjöl sem jafnar misjöfnur á yfirborði naglarinnar. Hún fjarlægir smáar línur og hrufur og gefur fallega gljáandi áferð. Þegar þjölin er notuð er þjalað í hálfhringlaga hreyfingu. Fyrst er svarta hliðin notuð (hana á eingöngu að nota einu sinni á 4 vikna fresti). Hvíta hliðin er síðan notuð en hún eykur náttúrulega rakaframleiðslu naglarinnar. Að lokum er rakanum dreift um nöglina með gráu hliðinni til að fá háglans.