Snyrtivörur
Farðar
LANCOME Teint Idole Ultra Wear Stick Foundation
Endingargóður farði sem gefur lýtalausa, náttúrulega áferð sem endist í allt að 24 klst. Frðann má einnig nota sem skyggingarstifti eða hyljara.
7.798 kr.
Litur
025
Vöruupplýsingar
Teint Idole Ultra Wear Stick Foundation er kremaður farði sem gefur lýtalausa, jafna og náttúrulega áferð sem endist íallt að 24 klst. Silkimjúk áferðin rennur auðveldlega á húð og blandast fullkomlega, hvort sem þú notar vöruna sem farða, hyljara eða skyggingarstifti. Fjaðurlétt formúlan bráðnar inn í húðina svo þú finnur ekkert fyrir henni og hana má nota til að jafna áferð og litarhátt húðar andlits og/eða í kringum augun eða sem skyggingarvöru til að móta andlitsdrætti. Farðinn gefur miðlungs til fulla þekju, hann var prófaður af húðlæknum og hentar öllum húðgerðum, jafnvel viðkvæmri húð.
Notkun
Þú getur notaðTeint Idole Ultra Wear Stick Foundation á þrjá vegu, sem farða, hyljara og/eða skyggingarstifti. Berðu farðann á með því að setja formúluna beint á húðina eða með því að setja formúluna fyrst á fingur, í farðabursta eða -svamp til að blanda á húð. Þú getur jafnvel verið með nokkra liti til að móta andlit, þá setur þú t.d. dekkri lit undir kinnbein, meðfram hárlínu ennis og við kjálka til að skyggja og ljósari lit á miðju andlits og undir augu til að lýsa og birta á móti. Það er engin ein reglu um hvernig á að nota stiftið! Bættu smá lit og ferskleika við förðunina með Teint Idole Ultra Wear Blush Stick og Teint Idole Ultra Wear Highlighting Stick.
Innihaldslýsing
G992601 1 - INGREDIENTS: CYCLOHEXASILOXANE • PHENYL TRIMETHICONE • ISOHEXADECANE • POLYETHYLENE • METHYL METHACRYLATE CROSSPOLYMER • ALUMINUM CALCIUM SODIUM SILICATE • CYCLOPENTASILOXANE • ARACHIDYL PROPIONATE • ACRYLATES CROSSPOLYMER • PERLITE • ALUMINUM HYDROXIDE • DISODIUM STEAROYL GLUTAMATE • LAUROYL LYSINE ● [+/- MAY CONTAIN: CI 77491, CI 77492, CI 77499 / IRON OXIDES • CI 77891 / TITANIUM DIOXIDE • MICA]. (F.I.L. B241692/1).