Snyrtivörur
Andlitskrem
LA MER Genaissance Concentrated Night Balm 50ml
Þetta er lúxussmyrsl sem hraðar náttúrulegri endurnýjun á meðan þú sefur.
97.998 kr.
Vöruupplýsingar
Þessi silkimjúka meðferð smýgur djúpt inn í húðina á meðan þú sefur, fyllir hana af græðandi raka, hjálpar henni að endurbyggja náttúrulegan kollagen- og elastínforða sinn og styrkir náttúrulegar varnir hennar. Varan dregur úr fínum línum, hrukkum og svitaholum, litablettir dofna og húðin verður stinnari. Nótt eftir nótt á sér stað umbreyting, óháð aldri.
Notkun
Á hverju kvöldi áður en þú ferð að sofa: Taktu upp lítið magn af vörunni með hálfmánalaga áhaldinu. Notaðu fingurgómana til að nudda vörunni inn í húðina með hreyfingum upp á við þannig að smyrslið bráðnar og smýgur nærfærnislega inn í húðina.